Sýndarveruleikaraunsæi

Ég er búin að bæta Yfirnorn Naflalóar á tenglalistann.

Reyndar hélt ég lengi því plani að setja ekki inn tengla á aðra en þá sem koma við sögu en þar sem flestir þeirra sem hafa fengið tengil hjá mér eru óttalegir bloggletingjar og ég hef auk þess fundið nokkra snillinga sem eru svo skemmtilegir að ég lít á síðurnar þeirra vikulega eða oftar, er ég að endurskoða þessa stefnu. Halda áfram að lesa

Ampop

Strákarnir í Ampop stóðust væntingar. Ég hef ekki farið á tónleika með þeim fyrr en mun áreiðanlega gera það oftar. Hef heldur ekki heyrt Hæfileikarann spila á flautu fyrr og það eitt út af fyrir sig hefði nægt mér til að finnast kvöldið þess virði að mæta. Reyndar var reykurinn farinn að rífa í þegar þeir Ampopparar hófu sitt prógramm enda mætti ég um leið og Hraun byrjaði að spila. Halda áfram að lesa

Eina krafan

-Það er ekki skynsamlegt hjá okkur að hittast svona oft og það er ekki á stefnuskránni hjá mér að vera hjákona, ekki heldur platónsk hjákona sagði ég.

-Þú getur nú varla litið á þig sem hjákonu ef þú berð engar tilfinningar til mín, sagði hann.
-Ég hef ekki sagt að ég beri engar tilfinningar til þín. Bara ekki þær sem þú vilt og þessvegna væri ekkert vit í því að láta þetta ganga lengra og þú veist það alveg. Halda áfram að lesa

Mission accomplished

Ég á fyrir stóru greiðslunni um mánaðamótin. Hjúkket. Þetta hefði náttúrulega alltaf reddast, í versta falli hefði ég fengið yfirdráttarheimilid en það hefði bara verið svo mikill ósigur, fyrir nú utan það að greiðslubyrðin er þegar hærri en ég hef smekk fyrir auk þess sem ég er búin að nota kortið mitt miklu meira en ég ætlaði. Fékk nett spennufall í dag þegar ég fékk síðasta reikning greiddan og sá fram á að þurfa ekki að biðja um heimild. Féll saman og grenjaði og hvað eina.

Ég er að vona að þessi óskýranlega þreyta sem hefur hrjáð mig síðustu 2 vikurnar sé bara kvíðaviðbrögð og ég vakni í eðlilegu ástandi á morgun.