Einkamál

Af öllu Ísalands samsafni heiladauðra fávita er rjóminn og ljóminn samankominn á vefnum einkamal.is

Þar getur t.a.m. að líta stóran flokk karla sem strax í fyrsta bréfi gefa upp nákvæm mál á lengd og umfangi besefa síns og má af því ráða hversu áhugaverður viðkomandi hlýtur að vera að öðru leyti. Halda áfram að lesa

Prinsessan á bauninni

Klukkan að ganga 10 og enn sefur prinsessan á bauninni.

-Þú ert orðin rúmum klukkutíma of sein, ætlarðu ekkert að fara að tygja þig á fætur?
-Ég get ekki vaknað strax, ég fór svo seint að sofa í gær, muldrar hún og snýr sér á hina hliðina.

Sýnir þetta litla dæmi úr sápuóperu tilveru minnar gildi þess að hafa góðar skýringar á reiðum höndum. Ég er að velta því fyrir mér hvort sé kannski kominn tími á að fjarlægja baunina svo daman og aðrir í fjölskyldunni komist í ró á kristilegum tíma.

 

Döpur

Ég hef verið svo döpur síðustu vikur þrátt fyrir að vera að vinna að einhverju skemmtilegasta verkefni sem ég hef komið nærri. Í gær var ég að því komin að skunda upp á heilsugæslu og heimta kíló af geðlyfjum.

En nú er fjallið á leiðinni til Múhammeðs og svei mér þá ef endorfíninnspýtingin er ekki komin í gang.

Það er sitthvað norn eða flagð

Nú er ég loksins búin að hitta þetta sataníska kvendi sem nágrannarnir hafa talað svo mikið um. Ég játa að í fyrstu hélt ég að útlendingafordómar kynnu að spila inn í umsögn grannanna um Ruslönu (við höfum að hún heiti eitthvað svoleiðis) en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi fyllilega skilinn galdurinn sem Spúnkhildur kastaði á hana í morgun. Halda áfram að lesa

Ekki fyrir veikt fólk að standa í þessu

Mér er næst að halda að megintilgangur þess að halda úti bráðaþjónustu við sjúka og slasaða sé sá að venja fólk af því að leita til læknis á kvöldin og um helgar.

Þegar ég kom heim seint í gærkvöld var heimasætan fárveik, með háan hita og kveinandi af verkjum í baki og brjóstholi, gat varla staðið í fæturna. Reyndar enganveginn ferðafær en ég druslaði henni samt upp á læknavakt -og beið. Halda áfram að lesa