https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152689003477963
Greinasafn fyrir merki: hvunndags
Óhæft sem megrunardrykkur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152668791077963
Afrek ársins
Helsta afrek mitt árið 2014 er það að hafa gert líkamsrækt að rútínu. Eini árangurinn sem ég sé af því er fullvissa um að allar fullyrðingar um að líkamsrækt sé ávanabindandi, og að maður fari að hafa gaman af henni þegar maður er kominn með sæmilegt úthald, eru helber lygi.
Ég hef alveg farið yfir þröskulda. Ég hef miklu betra úthald en áður og er orðin töluvert sterkari. En ég sé ekki mun á útliti mínu (og ég er eingöngu að þessu fyrir hégómann) og ég hef ekkert nákvæmlega ekkert gaman af þessu. Ég held að þessi mýta um að maður fari að hafa gaman af þessu með tímanum komi hreinlega til af því að það eru þeir sem fíla þetta sem halda áfram.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152607608407963
Sörubakstur
Námskerling (ég er víst orðin of gömul til að flokkast með námsmeyjum) verður að taka aðventuna snemma til að fara ekki yfir um 5 dögum fyrir alræmduna. Ég skellti í sörur af því tilefni.
Í fyrra notaði ég uppskrift Mörthu Stewart. Tók hálfan dag í verkið, fór nánast á límingunum af stressi og eldhúsið var eins og Hulla systir mín hefði verið að verki með þrjú smábörn og hund að þvælast fyrir sér. Núna notaði ég ekki uppskrift og þreif íbúðina á meðan botnarnir voru að bakast og kremið að stífna. Þrír klukkutímar, hreint eldhús og þótt kökurnar séu ekki augnayndi eru þær ekkert ljótari en í fyrra og bragðið er fullkomið.
Niðurstaða:
A Sumt fólk á ekki að reyna að nota uppskrift.
B: Marta Stewart getur troðið uppskriftinni upp í framsóknarflokkinn á sér.
Stundum best að segja ekkert
Í eldhúsinu mínu eru tveir karlmenn. Þeir eru að elda ofan í mig, blanda handa mér drykki og rífast um stöðu feminisma í hinum vestræna heimi. Ég á mjög erfitt með að halda kjafti.
Vandamál dagsins
Maðurinn minn kvartar aldrei yfir neinu nema fyrstaheimsvandamálum á borð við það að þurfa að frysta ísmolana sína sjálfur (því hér er er ekki hægt að fá ísmola í hverri matvöruverslun). Vandamál dagsins er það að hann er búinn að kaupa um það bil 40.000 hitaeiningar af súkkulaði en er ekki nógu svangur til að borða það.
Sveltið virkaði
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151978152782963