Afrek ársins

Helsta afrek mitt árið 2014 er það að hafa gert líkamsrækt að rútínu. Eini árangurinn sem ég sé af því er fullvissa um að allar fullyrðingar um að líkamsrækt sé ávanabindandi, og að maður fari að hafa gaman af henni þegar maður er kominn með sæmilegt úthald, eru helber lygi.

Ég hef alveg farið yfir þröskulda. Ég hef miklu betra úthald en áður og er orðin töluvert sterkari. En ég sé ekki mun á útliti mínu (og ég er eingöngu að þessu fyrir hégómann) og ég hef ekkert nákvæmlega ekkert gaman af þessu. Ég held að þessi mýta um að maður fari að hafa gaman af þessu með tímanum komi hreinlega til af því að það eru þeir sem fíla þetta sem halda áfram.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152607608407963