Vandamál dagsins

Maðurinn minn kvartar aldrei yfir neinu nema fyrstaheimsvandamálum á borð við það að þurfa að frysta ísmolana sína sjálfur (því hér er er ekki hægt að fá ísmola í hverri matvöruverslun). Vandamál dagsins er það að hann er búinn að kaupa um það bil 40.000 hitaeiningar af súkkulaði en er ekki nógu svangur til að borða það.