Hættur farinn?

Ofbauð þér? Er það þessvegna sem þú lést þig hverfa? Fannst þér ég ganga of langt? Well, I never promised you a rose-garden. Nú skal ég segja þér dálítið og þú ættir að lesa þetta tvisvar og taka glósur, ví að lífið er ekki stór, mjúkur bómullarhnoðri og þú gætir orðið fyrir einhverju svipuðu aftur. Halda áfram að lesa

Clouds in my coffee

Elskan. Þú ofmetur gáfur mínar. Ég er ekki eins og klár og ég lít út fyrir að vera og alls ekki nógu klár til að taka þetta furðulega útspil til mín. Einhver á nefnilega að taka það til sín er það ekki? Án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, af því að það væri beinlínis heimskulegt af nokkrum manni að taka það til sín. Halda áfram að lesa

Ógeðseðli

Haffi hringdi í mig hvað eftir annað um helgina. Ekki samt drukkinn, heldur á meðan hann var ennþá í vinnunni. Hafði ekkert að segja, sagðist bara langa að heyra í mér röddina. Ég held að hann hafi smá sektarkennd yfir því að hafa stefnt tveimur konum heim í einu um síðustu helgi. Það var ekki beinlínis þægileg upplifun að vakna með Brjóstfríði á rúmstokknum. Halda áfram að lesa

Púsl

Kvikmyndakvöld hjá Kela. Ég fell jafn illa í þann hóp og alla aðra.

Er hætt þessu Háskólabrölti. Ég ætlaði hvort sem er aldrei að taka prófin, Fór þangað fyrst og fremst til að leita mér að félagsskap við hæfi en annaðhvort er Árnagarður á annarri bylgjulengd núna en fyrir 10 árum eða ég sjálf, sem er nú kannski líklegra. Halda áfram að lesa