Maðurinn í Perlunni rekur ferðamannaþjónustufyrirtæki á hjara veraldar. Hann starfar að hluta til á Íslandi en er að fara út í fyrramálið og bauð mér að koma með sér. Mig dauðlangar að þiggja boðið en ég geri ráð fyrir að flestum þætti það galið. Fólki fannst nógu galið af mér að fara með Birni til Spánar í fyrrasumar. Ég þekkti Björn svosem ekki sérlega vel en þó nógu vel til að vera viss um að hann myndi aldrei gera mér neitt og aldrei beita mig þrýstingi til neins sem ég vildi ekki. Þetta er svolítið öðruvísi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gólanhæðir
Nýr karakter í safnið
Í gærmorgun sat ég uppi í Þjóðarbókhlöðu en varð ekkert úr verki. Mig langaði í kaffi en gat ekki hugsað mér að fara á einhverja kaffistofuna á háskólasvæðinu. Eins og einn karakterinn í KVETCH orðar það; ég dey innan um fólk. Halda áfram að lesa
Til yfirbótar
Og þá veit ég loksins hvað það var nákvæmlega sem gerðist. Sagan er trúverðug. Sennilega sönn. Atvikið er í sjálfu sér léttvægt. Geðshræringin sem skapaðist í kringum þig vegna þess á sér dýpri rætur, eins og þú reyndar veist. Halda áfram að lesa
KVETCH
Ég hitti fortíðardrauginn aftur í kvöld og við fórum í Borgarleikhúsið og sáum KVETCH. Tilviljun? Ég held ekki. Geðsjúklingar og trúaðir sjá merkingartengsl í nánast öllum atburðum, hversu ómerkilegir sem þeir eru. Allt sem gerist felur í sér dýpri merkingu; endurspeglun á veruleikanum eða skilaboð, ýmist frá öðru fólki eða æðri máttarvöldum. Ég er hvorki trúuð né geðbiluð (þó sennilega ívið nær því) en ég sé svona merkingartengsl líka. Munurinn er sá að ég kýs að gera það. Mér finnst það einfaldlega flott. Halda áfram að lesa
Stefnumót við fortíðardraug
-Ég hélt að þú hefðir trúað mér. Hélt að þú hefðir notað þessar ásakanir sem átyllu til að slíta tengslum við mig. Ég er ósáttur við það. Finnst sárt að þú trúir mér ekki og svo hef ég saknað þín. Halda áfram að lesa
Hugrenning um fortíðardrauga
Fékk tölvupóst frá fortíðardraug sem telur sig eiga eitthvað ósagt. Hef ekki talað við hann í 9-10 ár. Það er ekki oft sem ég frysti fólk og ekki nema viðkomandi hafi gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég flokka hann ekki lengur sem manneskju. Halda áfram að lesa
Skjálfti 2
Eitt kvöldið ræðst Hryllingurinn bakdyramegin inn í líf manns og það eina sem maður getur mögulega gert í málinu er að loka augunum og lifa af til morguns. Halda áfram að lesa