Nú er ég búin að gera 6 tilraunir til að horfa á Matrix og mér finnst hún ennþá leiðinleg. Ég kemst dálítið lengra í hvert sinn, áður en ég sofna en ég er enn ekki búin að sjá endinn. Þessi mynd ætti að vekja áhuga minn en hún gerir það ekki. Kannski vegna þess að ég trúi því ekki að tilbúin persóna komist út úr blekkingunni og inn í raunveruleikann. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gólanhæðir
Brjóstfríður
Hann hringdi í mig drafandi fullur og auðvitað fór ég til hans. Síminn hans hringdi í sífellu en hann vildi ekki svara. Sagði þetta vera snarruglaða konu sem hann hefði hitt á djamminu um síðustu helgi og hann nennti ekki að tala við. Vildi samt ekki slökkva á símanum fyrr en kl 12 því dyrasíminn er bilaður og það var mögulegt að barnsmóðir hans kæmi að sækja eitthvað sem börnin vantaði. Halda áfram að lesa
Frumdrög að túlkunarlykli með dæmigerðum karlmanni
Tveggja áratuga rannsóknir mínar á karlkyninu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að stundum skil ég ekki karlmenn, er ekki sú að ég sé svona treg, heldur sú að karlar gera ekkert minni kröfur til þess en konur að aðrir lesi hugsanir þeirra. Tregða þeirra til að orða hlutina beint kemur bara dálítið öðruvísi út og kemur fram á öðrum sviðum. Halda áfram að lesa
Var ég að kveðja hann?
Var ég að kveðja hann? Líklega. Ég hef saknað hans undanfarið og þegar svo er komið er ekki um annað að ræða. Hann fann það held ég. Fann eitthvað allavega. Hann bað mig ekki að vera lengur eins og venjulega. Þvert á móti rauk hann fram úr, sagðist verða að komast út, til að fá sér kaffi. Ekki „eigum við að fara út og fá okkur kaffi“, heldur „ég er eitthvað svo órólegur, ég verð að komast út“. Halda áfram að lesa
Gotland
Fjáreyjamállískan er náskyld íslensku. Í gærkvöld heimsóttum við vinafólk Birgis, mann sem er innfæddur Fjáreyingur og konuna hans. Fjáreyingurinn drykkfelldi kallar þröskuld treskjold og greinar grænar. Konan er myndlistamaður og kötturinn þeirra heitir Spin Laden. Halda áfram að lesa
Á hjara veraldar
Og samt sem áður fórum við á heimsenda.
Það var einhver misskilningur í mér að bátsferðir væru ekki daglega. Eftir að hafa sjört fra Sjöbenhavn í gegnum smálenskar myndskreytingar Astrid Lindgrenbókanna, tókum við ferju á stærð við 2 Herjólfa yfir á stærri eyna og þaðan aðra ferju, alla leið á hjara veraldar. Halda áfram að lesa
Á útleið
Þá er það ákveðið, eftir nokkra klukkutíma stíg ég upp í flugvél ásamt manni sem ég hef þekkt í 40 mínútur. Það er ekki víst að við komumst alla leið á heimsenda því bátsferðir þangað eru ekki í boði daglega og ég verð að koma heim aftur á mánudaginn til að sinna vinnunni og strákunum. Ég gisti allavega í mynd úr einhverri af bókum Astrid Lindgren og maðurinn sem á kalksteinshús á hjara veraldarinnar segist ekki ætlast til þess að ég sofi hjá honum. Halda áfram að lesa