Matthías lést í fyrrakvöld.
Ég kvaddi hann ekki.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“date“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Matthías lést í fyrrakvöld.
Ég kvaddi hann ekki.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“date“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Til eru ýmis lýsingarorð sem hafa mætti um litina og litasamsetninguna á íbúðinni sem ég bý í en „smekklegt“ er ekki eitt þeirra. Nú þegar Hollendingurinn fljúgandi er fluttur inn með allt sitt antik og fínerí er engu líkara en að frystihússgrænu veggirnir í eldhúsinu æpi á ljósa málningu. Ástarhreiðrið er málað í nærbuxnableikum lit og skakkur veggfóðursborði með afarljótum myndum af telpum í balletkjólum, hangir c.a. 15 -20 cm frá lofti. Ég hef hvergi annarsstaðar séð þessa staðsetningu á veggfóðursborða og hún kemur vægast sagt illa út. Halda áfram að lesa
Mér skilst að Böggmundur hafi hringt í móður mína á dögunum og tilkynnt henni að ég væri hin mesta hóra. Halda áfram að lesa
Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.
Unnusti minn Safnarinn á, auk steinasafns, geisladiskasafns og annarra hefðbundinna safna, 6 ausur, 11 tegundir af morgunkorni, og í eldhússkápnum hans eru 11 nýjar ljósaperur. Hann á 11 jakka og 11 kommóðuskúffur fullar af sokkum (ok þetta síðasta er kannski dálítið ýkt en hann gæti samt opnað sokkamarkað.) Halda áfram að lesa
Andarnir sem fylgja antikhúsgögnum Hollendingsins fljúgandi fluttu inn með honum.
Stofan mín er orðin glerfín en herbergi sonar míns Byltingamannsins verður best lýst með orðinu „umhverfisslys“. Ég er búin að segja honum að ég ætli að kenna honum að halda því snyrtilegu. Það verður síðasta uppeldisaðgerð mín gagnvart honum, hann verður 18 ára í sumar.
Hollendingurinn fljúgandi flutti formlega inn á gamlársdag. Þar með rættist mikilvægasta áramótaheit ársins 2003. Mikilvægasta loforð sem ég gaf sjálfri mér um þessi áramót er það að leggja nógu mikla vinnu í sambandið til þess að það verði ennþá betra um næstu áramót. Halda áfram að lesa