Aukavinna

Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa

Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni

Birtan í mér er að gera mig brjálaða. Ég veit ekki alveg hvaðan hún kom en dag nokkurn áttaði ég mig á því að ég deildi líkama með þessari miskunnarlausu persónu sem neyðir mig til þess að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Hún hefur angrað mig sérstaklega mikið undanfarið. Halda áfram að lesa

Prik

Drengir þurfa að eiga prik. Ég veit ekki hversvegna en það er bara þannig. Þegar mínir voru litlir báru þeir inn greinar sem voru notaðar sem göngustafir, hestar, vopn og eitthvað fleira sem ég skil ekki. Ég hélt alltaf að þeir væru alveg að vaxa upp úr því svo ég henti öllum prikum þegar við fluttum. Það reyndist alltaf röng tilgáta hjá mér en kosturinn við prik (eða ókosturinn, eftir því hvernig maður lítur á það) er sá að það er alltaf hægt að verða sér úti um nýtt ef mamma manns hendir því gamla í tiltektarkasti. Um helgina kom Pysjan svo heim með eitt prikið enn og nú stendur það upp við glerskápinn í eldhúsinu. Halda áfram að lesa