Og kom til að kveðja

Sumar nætur vekur hann mig, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni. Og ég sem sef á næturnar og vaki á daginn, læt mig hafa það að vakna, allavega til hálfs. Á góðum nóttum fer ég kannski fram úr og laga kakó en oftast situr hann bara á rúmstokknum og spjallar við mig þar til augnlokin síga og ég tala samhengislaust. Þá kyssir hann mig á ennið og fer. Halda áfram að lesa

Bösl í hösli

Þegar letin kemst á það stig að maður nennir ekki einusinni að fróa sér er orðið tímabært að gera eitthvað í málinu. Ég fór inn á einkamal.is og auglýsti eftir skuldbindingarlausum skyndikynnum. Viðbrögðin urðu mun betri en þegar ég auglýsti eftir nothæfum eiginmanni. Að vísu nokkuð margir giftir og graðir en líka nokkrir í svipaðri aðstöðu og ég sjálf. Ég tók fram að ég gerði skýlausa kröfu um að viðfang væntanlegra skyndikynna væri áhorfanlegt og ekki meira að umfangi en svo að ég næði utan um það. Halda áfram að lesa