Ég braut nögl í dag og það er líklega merkasti atburður dagsins. Ég hef aldrei áður náð því að hafa fallegar neglur svona lengi. Í raun er samt langt síðan ég tók eftir hárfínni sprungu í annarri þumalfingursnöglinni þannig að ég átti svosem von á þessu. Sprungan lengdist smámsaman og gliðnaði en ég vildi ekki klippa nöglina því rifan var nálægt kvikunni og ég vonaði að nöglin yxi fram um hálfan millimetra áður en hún brotnaði alveg. Svo rifnaði hún í kvöld, laust eftir fréttir og það var óþægilegt en mér blæddi ekki. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gólanhæðir
Söngur Freðýsunnar 3. þáttur
Allt hefur sinn tíma minn kæri. Þú rífur hvorki né rýfur freðýsu úr roðinu og þíðir hvorki né þýðir þér við hjarta, án þessað eiga á hættu kalskemmdir. En ef þú bara tekur hana úr frystinum, þá þiðnar hún sjálf. Og það eina sem þú þarft að gera er að bíða. Þér þarf samt ekki að leiðast því meðan þú bíður skal ég segja þér sögur, eina á hverri nóttu, þessa nótt og næstu 1000 ef þú kærir þig um. Hér er sú fyrsta:
Tveir kostir og hvárgi góður
Þegar Spúnkhildur flutti út gerði ég alvöru úr þeirri ákvörðun að hætta að einangra mig. Síðan hef ég fengið það staðfest að næstum allir sem ég þekki reykja. Það angraði mig ekki áður fyrr en síðustu árin hef ég þolað reykingar verr og verr og nú er svo komið að ég verð einfaldlega fárveik af reyk frá 4-5 sígarettum. Halda áfram að lesa
Ljóðakvöld dauðans
Klettaskáldið er í bænum. Hann (hér væri málfræðilega rétt að skrifa það, þar sem fornafnið vísar til hvorugkynsorðsins skáld, en mér finnst hálf dónalegt að tala um manneskjur í hvorugkyni) vildi fá mig með sér á ljóðakvöld á Bláa barnum, sagðist eiga að lesa þar sjálfur kl. 9:30. Halda áfram að lesa
Kandidat óskast í hlutverk úlfsins
Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa
Mér er sennilega ekki ætlað að vera kúl
Samkvæmt quizilla hentar mér best að klæðast sem Rauðhetta litla í næsta hrekkjavökupartýi. Það finnst mér ekki kúlt. Ég var með eitthvað í líkingu við Rokkí horror krípin í huga. Halda áfram að lesa
Frænka mín félagsmálapakkinn
Vera er veruleikafirrt. Ég kom aðeins við hjá henni í hádeginu. Hún var að sjóða skuldasúpu. Leit vel út að öðru leyti en því að hún var í götóttum buxum. Reyndar keypti hún þær með götunum á og mér telst til, miðað við heilar buxur og þá ekki úr Kolaportinu, að hvert gat sé metið á 2378 kr. Halda áfram að lesa