Geðprýði dagsins

Síðustu 10 daga hafa útsendarar Ístaks í Vesturbænum andskotast með höggbor á stærð við Hallgrímskirkju, án afláts, á bak við búðina mína. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ístaks mun framkvæmdum, með margvíslegri hljóðmengum, ljúka í júní 2007 og er útilokað að segja til um hversu lengi við þurfum að búa við ófögnuðinn af þessum bor. Halda áfram að lesa

Hugljúf

Ég ætti að kvíða marsmánuði. Undanfarið hef ég verið í fríi á kvöldin og finnst satt að segja mjög notalegt að kúra undir teppi í náttfötum, lesa eða horfa á sjónvarpið og fara snemma að sofa. Ég býst ekki við að verði mikill tími til þess í næsta mánuði en mér er alveg sama. Halda áfram að lesa

Spáð í stjörnurnar

Gulli stjarna tók viðtal við mig og útbjó stjörnukort sem er birt ásamt túlkun á sama stað.
Karakterlýsingin kemur skemmtilega á óvart.

Hún er ekki fullkomin en þó ekki óáreiðanlegri en mörg persónuleikapróf sem byggja á spurningum. (Þá er ég ekki að tala um quizilla heldur alvöru próf) Sex atriði eiga alls ekki við mig og ekkert er minnst á þrjá eiginleika sem eru mjög áberandi í fari mínu.

Að öðru leyti er þetta nokkuð nákvæm lýsing. Ég kíkti á nokkur önnur stjörnukort því ég átti svosem alveg eins von á að þetta væru svo almennar lýsingar að ég gæti skrifað undir hverja þeirra sem er en svo er reyndar ekki.

Dálítið forvitnilegt, eins og reyndar flestar þær aðferðir sem mannskepnan notar til að reyna að botna í sjálfri sér.