Fyrir nokkrum mánuðum var 15 ára telpa í fóstri hjá mér í Hafnarfirðinum. Hún var í fíkniefnaneyslu og á afbrotabraut. Hún fór á vergang, hafðist við meðal misyndismanna og ógæfufólks og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: galdur
Lögreglan upprætir galdrakúnstir -fyrri hluti
Síðustu nótt gerðist það, (vonandi) í fyrsta sinn á þessari öld, að lögreglan hafði afskipti af galdraiðkunum. Það var sonur minn Byltingin sem komst í kast í við lögin eða öllu heldur verði laganna því hann var ekki að gera neitt ólöglegt. Halda áfram að lesa
Geðprýði dagsins
Síðustu 10 daga hafa útsendarar Ístaks í Vesturbænum andskotast með höggbor á stærð við Hallgrímskirkju, án afláts, á bak við búðina mína. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ístaks mun framkvæmdum, með margvíslegri hljóðmengum, ljúka í júní 2007 og er útilokað að segja til um hversu lengi við þurfum að búa við ófögnuðinn af þessum bor. Halda áfram að lesa
Hugljúf
Ég ætti að kvíða marsmánuði. Undanfarið hef ég verið í fríi á kvöldin og finnst satt að segja mjög notalegt að kúra undir teppi í náttfötum, lesa eða horfa á sjónvarpið og fara snemma að sofa. Ég býst ekki við að verði mikill tími til þess í næsta mánuði en mér er alveg sama. Halda áfram að lesa
Spáð í stjörnurnar
Gulli stjarna tók viðtal við mig og útbjó stjörnukort sem er birt ásamt túlkun á sama stað.
Karakterlýsingin kemur skemmtilega á óvart.
Hún er ekki fullkomin en þó ekki óáreiðanlegri en mörg persónuleikapróf sem byggja á spurningum. (Þá er ég ekki að tala um quizilla heldur alvöru próf) Sex atriði eiga alls ekki við mig og ekkert er minnst á þrjá eiginleika sem eru mjög áberandi í fari mínu.
Að öðru leyti er þetta nokkuð nákvæm lýsing. Ég kíkti á nokkur önnur stjörnukort því ég átti svosem alveg eins von á að þetta væru svo almennar lýsingar að ég gæti skrifað undir hverja þeirra sem er en svo er reyndar ekki.
Dálítið forvitnilegt, eins og reyndar flestar þær aðferðir sem mannskepnan notar til að reyna að botna í sjálfri sér.
Fullt tungl
Um jólin áskotnaðist seyðkonunni kjaftur einn góður. Eigi mun upplýst að sinni af hvaða skepnu hann er (þar sem getraun er yfirstandandi) en hann er að útliti eins og djöfullinn sjálfur. Halda áfram að lesa
Af biturð Jónínu Ben
Ég hef lítið notað blogger til að tjá mig um fréttir. Sé yfirleitt ekki tilganginn með því þar sem nóg af öðru fólki segir allt sem ég vildi sagt hafa um það sem á annað borð vekur áhuga minn. Halda áfram að lesa