Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er umræddur maður. Umræddur en ekki sérlega umdeildur. Umræðan hefur að mestu leyti verið samhljóma dómar um að maðurinn sé fyrst og fremst vitleysingur og hafi auk þess óþægilegt augnaráð. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: fjölmiðlar
Eitt lítið um fréttamennsku
Ég játa að ég tek öllu sem DV segir með fyrirvara, þar á bæ er vönduð fréttamennska ekki höfð að leiðarljósi. Og ef það er ósatt sem kemur fram í helgarblaði DV um Vesturbæjarmálið, þá vona ég sannarlega að viðkomandi blaðamaður verði dreginn fyrir dóm. Það er í hæsta máta ábyrgðarlaust að gaspra um svona mál.
Breskir bíódagar
Í breskum kvikmyndum sést stundum lykkjufall á sokkabuxum, svitablettur í skyrtu og fólk grætur með grettum, verður þrútið í framan og snýtir sér. Dásamleg tilbreyting frá marenstertu og kappakstursveruleika Kanans. Halda áfram að lesa
Ósmekkleg hefð í fréttamennsku
Mikið óskaplega finnst mér ósmekklegt hvað fjölmiðlar leggja sig mikið eftir fréttum af fæðingu síamstvíbura. Eiga fréttir af fötlun sem engin leið er að fyrirbyggja virkilega sérstakt erindi við almenning? Ég efast um að foreldrar og læknar yrðu hrifnir ef sjónvarps- og blaðamenn mættu á staðinn til að taka myndir í hvert sinn sem barn fæddist með vatnshöfuð, litningagalla eða aðra fötlun en þegar um samvaxna tvíbura er að ræða er engu líkara en heimurinn standi á öndinni af löngun til að berja afskræminguna augum og enginn virðist mótmæla.
Hirðskáldið
Væri ég hirðskáld virt og dáð
vildi ég rómi digrum
hylla kóngsins heillaráð
og hampa hans fræknu sigrum.
Trúum þegnum traust og hald,
tryggir blessun mesta,
kóngsins æðsti vilji og vald
viska og framsýn besta.
Aldrei skugga á hann ber
eilíft nafn hans lifir
því skáldsins æðsta skylda er
hans skít að klóra yfir.
Og falli kóngsins frægðarsól
þá feikinn orðsins kraftur,
skáldsins kvæði og háfleygt hól
hefj’ann á stallinn aftur.
Væri ég hirðskáld harla gott
ég hetjukvæði syngi
um drengilegust Davíðs plott
og djörfung hans á þingi.
Vald og heiður víst ég tel
að vera í hirðskálds sporum.
Því dróttkvæðin mín duga vel
Davíð, kóngi vorum.