Nokkrar spurningar til Árna Þórs Sigmundssonar

Mig langar að fá svör Árna Þórs Sigmundssonar við nokkrum spurningum sem vöknuðu hjá mér við lestur þessarar fréttar

-Hvernig getur rannsókn á máli stúlkunnar verið lokið ef þið voruð ekkert að rannsaka hennar mál?
-Af hverju var hennar mál ekki rannsakað?
-Hvernig getur það verið ósaknæmt að greiða manneskju 300 kr á tímann fyrir yfirvinnu? Er búið að afnema lög um lágmarkslaun eða hvað?
-Telur lögreglan sér bera skyldu til að rannsaka málið ef upp kemur grunur um þrælahald eða aðra nauðung?
-Hafið þið einhverja sérstaka ástæðu til að ætla að það hafi verið tungumálavandræði fremur en blekkingar sem komu stúlkunni í þessa aðstöðu?

Og svo ein tvíliða spurning til blaðamanns DV:
-Lagðir þú þessar spurningar fyrir yfirmann lögreglunnar? Ef svarið er já, hverju svaraði hann? Ef svarið er nei, hversvegna gerðirðu það ekki?

Einnig má spyrja hvernig það komi heim og saman að lögreglan hafi mál stúlkunnar til rannsóknar eins og Árni Þór segir hér  og það sem hann segir núna, að þeir hafi verið að rannsaka starfsleyfi gistiheimilisins.

Þú sem rekur fjölmiðil

Nokkrar vísbendingar um að þú ættir kannski að hætta að reyna að reka alvarlegan fjölmiðil og sækja frekar um vinnu á Barnalandi.

-Þú skilur ekki muninn á fréttamanni og lélegum bloggara.

-Þú skilur ekki siðleysið sem felst í svona vinnubrögðum eða þá að þér er bara sama.

-Þú álítur að þetta sé dæmi um viðunandi íslenskukunnáttu blaðamanns.

-Þú tekur frábæran samfélagsrýni af áberandi stað á netsíðunni og setur þetta í staðinn.

Halda áfram að lesa

Bleikt klám

Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.

Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.

Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.

Eiga konur bara að bíða?

dolgurUmræðan um Kiljuna og karlrembuna hefur ekkert verið sérlega áhugaverð. Við höfum eytt meira púðri í að þrasa um tölfræði en finna svör við mun áhugaverðari spurningu;hversvegna birtist minna af skrifum kvenna en karla? Hermann Stefánsson veltir upp nokkrum spurningum þar að lútandi í umræðukerfinu mínu: og eins og kemur fram í þessum pistli virðist skýringa ekki að leita í slæmu aðgengi kvenna að fjölmiðlum. Halda áfram að lesa