Beðið eftir Georgie

Á þeim tíma var margt öðruvísi, eiginlega allt. Nema sumt. Það breytist ekki.

-Það er svo skrýtið að dauðinn er það skiljanlegasta af þessu öllu, sagði ég við Carmen og heyrði að enskan mín var farin að smitast af spænska hreimnum hennar. Sagði henni svo að þótt hann væri dáinn væri ég í rauninni ekkert sorgmæddari en ég hafði orðið í öll skiptin sem við slitum sambandinu og að ég hefði dálítið samviskubit vegna þess. Halda áfram að lesa

Dr. Kiss Kiss

Ég tilheyri diskókynslóðinni skilst mér. Samt finnst mér ég tilheyra hippatímanum, bæði hvað varðar viðhorf og tónlistarsmekk. Mér fannst diskóið ekkert leiðinlegt en ég var heldur ekkert sérstaklega hrifin af þeirri tónlist. Ég var tæpra 9 ára þegar ég uppgötvaði Megas, heyrði í honum í útvarpinu og fékk hann gjörsamlega á sálina. Mamma gaf mér Fram og aftur blindgötuna stuttu síðar og vinkonum mínum, sem kunnu Abba textana utan að (án þess að skilja neitt í ensku nema baby og I love you) og sungu hástöfum í hárbursta með tilheyrandi danshreyfingum, fannst ég í besta falli sérvitur og þó miklu fremur hreinræktaður fáviti. Halda áfram að lesa

Og svo fór ég að hjóla

Þegar ég varð 9 ára bað ég afa og ömmu að gefa mér hjól í afmælisgjöf. Ekki af því að mig langaði í hjól. Mig langaði í prinsessukjól. Úr bleiku silki. Helst með pilsaglennu. En litla systir mín hafði fengið hjól í afmælisgjöf og allir áttu hjól nema ég svo einhvernveginn fannst mér að mig hlyti að vanta hjól líka. Auk þess vissi ég að ég fengi ekki prinsessukjól. Í mesta lagi kjól sem ömmu þætti sætur og hann yrði úr bómull eða flaueli og stelpulegur en ekki með síðu og víðu pilsi og perlusaumuðu brjósti og stórri slaufu á rassinum. Og örugglega ekki pilsaglennu. Ég fékk hjól. Grænt og með gírum og alvöru lás. Halda áfram að lesa