There must be 50 ways to leave your lover
Ég held ekki. Allavega er engin góð leið til þess. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Elías
Fear of Flying
-Ertu andvaka?
-Kannski gerum við of mikið úr muninum á því að vera and-vaka og vak-andi.
-Klukkan er að ganga þrjú. Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst þú ert samræðuhæf á þessum tíma sólarhings.
-Það er ekkert að. Ég var bara að hugsa dálítið skrýtið. Halda áfram að lesa
Froða
Hann stóð við afgreiðsluborðið, hélt á stórri ferðatösku og var að kaupa eitthvað svona hollt sem er að þykjast vera sælgæti. Hann tók greinilega eftir mér. Ég ætlaði að kinka kolli í snarheitum og koma mér út en hann kallaði „hæ Birta!“ hátt og snjallt, rétt eins og við værum aldavinir. Halda áfram að lesa
Sumar í nánd
Mikið er það nú heppilegt að skólanum skuli bráðum fara að ljúka. Ég hef að vísu komist drjúgan spöl á tímamögnunargaldrinum en það mun óneitanlega létta af mér fargi þegar Lærlingurinn tekur við fullu starfi og kannski rúmlega það.
Halda áfram að lesa
Sveitt daður
Finn snertingu við öxlina. Sveitta öxl. Bregður eilítið og slít heyrnartólin úr eyrunum en hann er þegar búinn að vekja athygli mína á lausri skóreim með bendingu. Stoppa færibandið, muldra þakkir og reima skóinn. Halda áfram að lesa
Sellofan
-Hvernig þekkirðu þennan mann? spurði Lærlingurinn.
-Gömul silkihúfa, svaraði ég.
-Draugur?
-Já. Hann skýtur upp kollinum einu sinni á ári eða svo.
-Draugur sem droppar inn og býðst til að sverma fyrir viðskiptasamböndum. Það er athyglisvert. Heldurðu að sé einhver alvara á bak við það eða er hann bara að vesenast eitthvað til að hafa afsökun fyrir því að nálgast þig?
Það er nú það. Ég veit það ekki og eiginlega er mér sama. Það kemur allt í ljós. Heppnin á það til að bregða sér í dulargervi og þegar allt kemur til alls virka galdrar ekkert verr þótt þeim sé pakkað í sellófan. Þeir seljast hinsvegar betur.
Silkihúfa.
Kannski sellófanhúfa.
Mikið vildi ég að hann Elías drifi nú í því að barna einhverja huggulega lesbíu.
Hvað er tröll nema það?
-Er hann þá loksins farinn?
-Það lítur út fyrir það.
-Eva. Sorrý að ég skuli skipta mér af þessu en ólíkt fólk rennur stundum saman í eina persónu á blogginu þínu. Stundum veit ég ekki hvort þú ert að skrifa um mig, Elías eða einhvern annan, sagði hann og hljómaði eins og eitthvað væri athugavert við það.
Halda áfram að lesa