Greinasafn fyrir merki: Búsáhaldabyltingin
Sveltum svínið
Á Þorláksmessu stendur aðgerðahópurinn ‘Sveltum svínið’ fyrir aðgerð sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu, óháð aldri, líkamsstyrk, hugrekki, samfélagsstöðu eða efnahag. Enginn lendir í hættu á að verða fyrir ónæði af hálfu lögreglu því við erum ekki að fara að gera neitt sem nálgast það að ögra ramma laganna. Við þurfum ekki einu sinni að láta aðra vita af því að við séum með í þessu ef við óttumst að verða fyrir tuði út af því. Meira að segja Jón Kjartan hlýtur að leggja forpokun sína gagnvart mótmælaaðgerðum til hliðar fyrir þessa aðgerð. Halda áfram að lesa
Kröfurnar eru á hreinu
Við ungmennin viljum semsagt losna við Tryggva Jónsson og aðra fjárglæframenn, dæmda eða ódæmda, úr bönkunum.
-Við viljum ekki láta afskriftir skulda stjórnenda, þingmanna og annarra valdamanna viðgangast. Halda áfram að lesa
Að styðja beinar aðgerðir
Undanfarið hefur margt fólk komið að máli við mig og talað um að það styðji málstað og aðfarir aktivista en geti sjálft ekki tekið áhættu á að missa vinnuna vegna aðfara sem vinnuveitandanum hugnast ekki eða verða handtekið eða sé hrætt við að meiðast ef lögreglan gangi hart fram. Halda áfram að lesa
Sérlegur fulltrúi Lúsífers
Gunnar í Krossinum hefur tekið að sér að vekja athygli fjölmiðla á tengslum mínum við myrkraöflin.
Og jájá, ef Satan sjálfur er eitthvað líkur þeirri ímynd sem Bulgakov gefur honum í Meistaranum og Margarítu, þá skal ég stolt taka að mér að vera fulltrúi hans. Halda áfram að lesa
Íslandi grandað, stútað
Kæra fólk, þið sem hengduð poka með dreifibréfi með fyrirsöginni Íslandi grandað/stútað, á hurðarhún Nornabúðarinnar í nótt eða morgun.
Ég er sammála ykkur. Allt þetta fólk sem þið nefnið er gjörspillt og full ástæða til að grípa til aðgerða til að þvinga það til að axla ábyrgð. Halda áfram að lesa
Jú það á víst fyrir mat
Því ef fók er með lágmarkstekjur þá duga þær fyrir brýnustu nauðsynjum. Þær duga hinsvegar ekki fyrir afborgunum af húslánum og öðrum lánum miðað við þá vaxtastefnu sem viðgengst hér. Halda áfram að lesa