Sveltum svínið

Á Þorláksmessu stendur aðgerðahópurinn ‘Sveltum svínið’ fyrir aðgerð sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu, óháð aldri, líkamsstyrk, hugrekki, samfélagsstöðu eða efnahag. Enginn lendir í hættu á að verða fyrir ónæði af hálfu lögreglu því við erum ekki að fara að gera neitt sem nálgast það að ögra ramma laganna. Við þurfum ekki einu sinni að láta aðra vita af því að við séum með í þessu ef við óttumst að verða fyrir tuði út af því. Meira að segja Jón Kjartan hlýtur að leggja forpokun sína gagnvart mótmælaaðgerðum til hliðar fyrir þessa aðgerð. Halda áfram að lesa

Íslandi grandað, stútað

Kæra fólk, þið sem hengduð poka með dreifibréfi með fyrirsöginni Íslandi grandað/stútað, á hurðarhún Nornabúðarinnar í nótt eða morgun.

Ég er sammála ykkur. Allt þetta fólk sem þið nefnið er gjörspillt og full ástæða til að grípa til aðgerða til að þvinga það til að axla ábyrgð. Halda áfram að lesa