Af hverju er svona lítil umræða í gangi um þá staðreynd að við erum að glopra sjálfstæði okkar útúr höndunum? Eða öllu heldur ríkisstjórnin er að því. Hér er skyldulesning dagsins. Lesið fyrst moggagreinina sem hún er tengd við. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Búsáhaldabyltingin
Erindi mitt á borgarafundinum 8. jan
Af hverju tekur Ingibjörg Sólrún ekki frí?
Fátt ef nokkuð hræðir mig meira en krabbamein. Það er andstyggilegur sjúkdómur og ég held að mér gæti aldrei orðið svo illa við nokkurn mann að ég fyndi ekki til með honum ef hann stæði frammi fyrir þeim ófögnuði.Þótt ég hafi fyrir löngu misst allt álit á Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamanni, hef ég ekkert á móti henni sem manneskju. Hún og fjölskylda hennar eiga samúð mína alla og ég óska henni góðs bata. Það verður þó ekki fram hjá því litið að Ingibjörg Sólrún er í valdastöðu í samfélagi sem er gegnsýrt af spillingu. Það fer ekki hjá því að viðbrögð hennar í alvarlegum veikindum veki nokkrar áleitnar spurningar og fyrst ég sé engan annan varpa þeim fram, er best að ég taki af skarið og segi það sem aðrir láta sér nægja að hugsa. Halda áfram að lesa
Þakka boðið Stefán
Þessi fundur var um margt góður og upplýsandi. Jólaveinsuppákoman vekur áhugaverðar spurningar en er engan veginn það sem stendur upp úr hjá mér. Mér finnst gott að hafa á hreinu að það sé misskilningur að heimildir lögreglu til handtöku og valdbeitingar hafi verið rýmkaðar, ég gerði mig sjálf seka um að trúa því bara án þess að skoða gömlu lögin sjálf. Stefán Eiríksson kemur vel fyrir og það var snjallt af honum að tala hreinskilnislega um piparúða sem valdbeitingartæki en ekki varnaúða.
Tek upp grímu í dag kl 13
Í dag mun ég í fyrsta sinn bera grímu í mótmælaaðgerð. Ég mun bera slíka grímu hér eftir í aðgerðum, nema andlitið á mér þjóni sérstökum tilgangi.
Á morgun kem ég fram í þætti Sverris Stormskers á útvarpi Sögu og ræði aktivisma og anarkisma. Á fimmtudag kem ég fram á opnum Borgarafundi í Iðnó og tala um borgaralega óhlýðni og ábyrgð mótmælenda. Eftir það mun ég ekki tjá mig um mótmæli aðgerðasinna undir nafni, nema þá með því að vísa í eitthvað sem ég hef þegar sagt. Halda áfram að lesa
Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?
Hinsvegar er um að ræða einyrkja sem hefur ekki ógnað fjárhagslegu öryggi nokkurs manns, hefur nákvæmlega ekkert vald, engin vopn nema orð sín og hugarorku og ekki einu sinni líkamsburði til að slást við 12 ára barn hvað þá meir. Það er engin ástæða til þess að almennir borgara taki lögin í sínar hendur gagnvart mér, því ef ég geri eitthvað ólöglegt, eða er bara grunuð um það, þá er ekkert mál að fá lögregluna til að rannsaka það og hún mun sannarlega ekki halda hlífiskildi yfir mér ef ég vil fá frið til að ráðstafa fé og eignum annarra án samþykkis þeirra.
Rúðubrotin hjá Fjármálaeftirlitinu voru svar (mjög aggressívt svar) við þeirri valdhrokaaðgerð að loka opinberri stofnun fyrir fólki sem heldur uppi óþægilegum kröfum. Rúðubrotin í Nornabúðinni eru svar við þeim ósköpum að kona sem engu ræður og á enga einkaþotu og engan frænda í valdastöðu, skuli endalaust vera rífandi kjaft. Þar fyrir utan, þá var ekki bankað upp á hjá mér á auglýstum afgreiðslutíma, heldur komið í skjóli nætur, sem gerir samanburðinn ennþá bjánalegri, því ég hef aldrei lokað á fólk þótt það eitthvað út á mig eða minn rekstur að setja. Ég hef ekki einu sinni lokað kommentakerfinu á blogginu mínu fyrir vitleysingum á borð við Björn bónda og Ólaf Hrólfs.
Ég hef séð töluvert marga viðra þá skoðun að mótmæli og kröfur eigi eingöngu að beinast gegn störfum manna en ekki þeim sjálfum persónulega. Ég er þessu ósammála. Á bak við valdastofnanir og stórfyrirtæki eru spilltir og valdamiklir einstaklingar sem oft hafa hag að því að viðhalda óréttlæti. Mér finnst í góðu lagi að angra þá, því fólk hættir ekkert að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar vinnudeginum lýkur. Það krefst hinsvegar meiri vandvirkni að heimsækja fólk en að mæta því í vinnugallanum.
Bílnúmer náðist
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Ég þakka öllum þeim sem hafa haft samband við mig til að lýsa samstöðu, mér þykir vænt um það. Ég vil biðja þá sem fordæma þennan verknað samt að fara varlega með orð. Þetta var ekki ofbeldisverk, heldur skemmdarverk, sem er allt annað. Halda áfram að lesa