Af hverju er svona lítil umræða í gangi um þá staðreynd að við erum að glopra sjálfstæði okkar útúr höndunum? Eða öllu heldur ríkisstjórnin er að því. Hér er skyldulesning dagsins. Lesið fyrst moggagreinina sem hún er tengd við.
Í gær sagði vinur minn að honum væri í sjálfu sér sama hvort það væri útlenskur skíthæll eða íslenskur skíthæll sem tæki að sér að ræna hann og kúga. Ég skil það sjónarmið en ef svo illa fer að við göngum í Evrópusambandið þá getur óbreyttur íslenskur borgari engin áhrif haft á það lengur hvað verður gert við árnar okkar, fiskinn og vatnið. Mér finnst satt að segja nógu mikil vinna að reyna að spyrna gegn þeim valdníðingum sem enn sitja við völd á Íslandi þótt við þurfum ekki að kljást við Evrópusambandið líka.
Ætla einhverjir að sýna þann manndóm að taka sér frí frá vinnu í dag og mæta á Austurvöll? Eða á bara að láta ‘einhvern annan’ um að reyna að koma í veg fyrir að sjálfstæði okkar verði selt fyrir valdastóla nokkurra manna og bíða eftir að ‘einhver geri eitthvað’?
P.S. Reyndar finnst mér alls ekki að grjótkast sé næsta skefið. Ég setti þetta bara í fyrirsögn til að ná örugglega að vekja athygli á grein Kristins Péturssonar.
Frystigeymslur stútfullar |