Þessvegna hef ég áhyggjur af því að AGS fari illa með okkur

‘Samstarf’ okkar við AGS merkir í raun að Íslendingar hafa afsalað sér fjárræði sínu

Í flestum ríkjum sem AGS hefur veitt neyðarlán
-hafa ríkisfyrirtæki verið einkavædd
-einokun erlendra fyrirtæka (oftast bandarískra) komið á
-velferðarkerfið skorið niður
-dregið verulega úr starfsemi stéttarfélaga
-vextir af láninu hækkaðir þar til landið stendur ekki undir greiðslum
-og þá eru auðlindir þess teknar upp í skuldina
-og þjóðin svipt sjálfstæði sínu.

Við höfum ekki fengið nein svör um skilyrði AGS fyrir neyðarláni.
Við vitum ekkert hvernig á að borga það lán upp.
Við vitum ekki hversu miklar heimildir AGS hefur til að setja skilyrði eftir á eins og gerst hefur í öðrum löndum.

Við eigum skýlausa heimtingu á að fá þessar upplýsingar STRAX.

Umræður hér: https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/þessvegna-hef-ég-áhyggjur-af-því-að-ags-fari-illa-með-okkur/52941033659/

 

 

 

Loksins skýr svör varðandi AGS

Sendinefnd AGS (les. fjárhaldsmenn ríkissjóðs) koma í dag til að fylgjast með því að ráðamenn okkar hafi rænu á að vinna vinnuna sína og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það er út af fyrir sig ágætt að þeir fá aðstoð við það en þar sem ‘ráðgjöf’ AGS til flestra þjóða sem hafa fengið neyðarlán, hefur falið í sér þvingun um að einkavæða ríkisfyrirtæki, koma á einokun bandarískra stórfyrirtækja og selja auðlindir (og þannig kippt grunninum undan sjálfstæði þessara ríkja) eru ekki allir jafn hrifnir af því að fá þessa ráðgjafa yfir okkur. Halda áfram að lesa

Skýr svör um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna

Á þeim ágæta vef, island.is, er að finna skýr svör um það hvernig Íslandi verður stýrt fimlega út úr efnahagsvandanum. Svörin eru að vísu ekki öll á vefnum sjálfum en þar eru þá tenglar sem nota má til að rekja sig að svarinu. Það var þannig sem ég fann svarið við því hvað ríkisstjórnin mun gera til að hjálpa mér þegar íbúðin mín fer á nauðungaruppboð. Halda áfram að lesa

Búsáhaldabyltingin misheppnaðist

Á morgun tekur til starfa ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, framsóknarauðmanns. Hann fær að vísu ekki ráðherrastól en Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að leiðbeina málamyndaríkisstjórninni og væntanlega að verja hana vantrausti svo lengi sem hún fer eftir þeim leiðbeiningum. Og svekktir Sjálfstæðismenn flykkjast yfir í Framsóknarflokkinn sem væntanlega mun gæta einkahagsmuna flokksmanna sinna að vanda.

Minn hlátur er sorg.

Búsáhaldabyltingin misheppnaðist. Hávaðinn af pottum og sleifum gefur greinilega ekki nægilega sterk skilaboð. Næsta skref hlýtur því að vera verkfærabylting.

Ég ætla að ná úr mér berkjubólgunni. Svo ætla ég að verða mér úti um vírklippur, vélsög og góða öxi.