Hvenær gréstu síðast? (FB leikur)

Þessi finnst mörgum óþægileg svo ég spyr bara þá sem hafa klukkað mig.

Ég er ekki viss. Ég bregst við ofþreytu með með tárum og græt oft af tilfinningasemi yfir einhverri væmni í bíómyndum eða bókum, jafnvel í auglýsingum. Græt hinsvegar ekki við jarðarfarir, vinum og vandamönnum til óhugnaðar yfir kaldlyndi mínu. Ég hef ekki grátið af sorg, ótta eða reiði í nokkur ár.

En maður getur nú verið sár þótt maður grenji ekki.

Varst þú nefnd/nefndur í höfuði á einhverjum? (FB leikur)

Já, ég var nefnd eftir móðurafa mínum, Jóhanni, og langömmu Helgu. Semsagt Jóhún Helga. Það var ágætis nafn en ég kunni samt aldrei vel við það.

Þegar ég var 17 ára varð ég ástfangin af strák sem ég giftist nokkrum mánuðum síðar. Ég færði honum ávaxtakörfu þegar við vorum rétt að byrja að kynnast. Í körfunni voru allskonar suðrænir ávextir og eitt, rautt epli. Ég meinti ekkert sérstakt með þessu epli en minn tók því sem hinti um að ég vildi sofa hjá honum (og má furðu sæta að hann hafi þurft epli til að átta sig á því). Hann tók upp á að kalla mig Evu og það nafn fór mér betur og festist við mig. Í dag heiti ég Eva skv þjóðskrá.

FB leikur 50 spurningar

Ég svaraði flestum þessara spurninga en ekki öllum. Tók eina í einu enda bjóða sumar upp á löng svör. Hér eru spurningarnar.

1.Varst þú nefnd/nefndur í höfuði á einhverjum?
2.Hvenær gréstu síðast?
3. Líkar þér við skriftina þína?
4. Hvað er uppáhalds hádegisverðarkjötið þitt?
5. Áttu börn?
6. Myndi þú vera vinur þinn?
7. Notast þú við kaldhæðni?
8. Ertu ennþá með hálskirtlana?
9. Teygjustökk?
10. Uppáhaldsmorgunkorn?
11. Leysir þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum?

13. Uppáhaldsísinn?
14. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?
15. Rauður eða bleikur?
16. Hvað finnst þér vera þinn stærsti galli?
17. Hvaða persónu saknar þú mest?
18. Viltu að allir ljúki við þennan lista?
19. Hvaða litur er á buxunum og skónum sem þú ert í núna?

21. Á hvað ertu að hlusta núna?
22. Ef þú værir vaxlitur, hvaða litur værir þú?
23. Uppáhalds lykt?
24. Hvern talaðir þú síðast við í síma?
25. Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
26. Uppáhalds íþrótt til að horfa á?
27. Háralitur?
28. Augnalitur?
29. Notar þú linsur?
30. Uppáhaldsmatur?
31. Hryllingsmynd eða góður endir?
32. Hvaða mynd horfðir þú á síðast?
33. Hver er liturinn á bolnum sem þú ert í?
34. Sumar eða vetur?
35. Faðmlög eða kossar?
36. Uppáhaldseftirréttur?
37. Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
38. Hver er ólíklegastur til að svara?
39. Hvaða bók ertu að lesa núna?
40. Hvaða mynstur er á músamottunni þinni?
41. Hvað horfðir þú á í sjónvarpinu í gær?
42. Uppáhalds ljóð?
43. Róling stónes eða bítlarnir?
44. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið að heiman?
45. Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika?
46. Hvar fæddist þú?
47. Svör hvers hlakkar þér mest til að lesa?
48. Hvar hittir þú maka þinn?
49. Ef þú myndir endurfæðast sem eitthvað spendýr (annað en maður)?
50. Simpsons eða South Park?

Gælur

****: Ég var að heyra brandara, datt í hug að deila honum með þér
Eva: Nú varstu að hlusta á kvöldfréttir?
****: 😀 Veistu hvað er það besta við munngælur?
Eva: Ef ég á að svara fyrir sjálfa mig; þær taka enda þegar ég er búin að gera mér upp fullnægingu.
****: LOL, en rétta svarið er 10 mín. þögn.
Eva: Ég get alveg talað þótt maður sé að veita mér munngælur. Væri reyndar líkleg til þess, svona til að dreifa huganum. Halda áfram að lesa

Eva er komin á séns

Baggalútur er skotinn í mér.

Sem er út af fyrir sig skemmtilegt.
Ég hef gert nokkrar tilraunir til að máta Braga Valdimar Skúlason inn í erótískar fantasíur af því að ég er skotin í skáldgáfu hans og húmorinn hans gerir mig graða. Samt ganga þessar fantasíur ekki almennilega upp, því hann er alltof vel greiddur fyrir minn smekk. Alltaf þegar ég er þangað komin í fantasíunni að Bragi er kominn í hjúkrunarkonubúninginn og er einmitt að veiða feitan, erótískan saltketsbita upp úr pottinum, þvælist úfin lopapeysa á ryðguðu reiðhjóli inn í drauminn.

Tinna ráðlagði mér að máta Kalla í staðinn.
Það gengur því miður ekki upp. Hann verður bara ekki eins heitur í hjúkrunarkonubúningi.

25 hlutir sem þú vissir líklega ekki um mig (FB leikur)

  1. Flestir halda að ég sé náttúrubarn og bókaormur, hvorugt er rétt.
  2. Ég hef fáránlega ástríðu gagnvart orðum, spila t.d. scrabble við sjálfa mig og les orðabækur.
  3. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að fara í búðir, sérstaklega fatabúðir.
  4. Ég kann vel við kóngulær.
  5. Ég hef óvenju lítinn húmor fyrir slysum, sjúkdómum, ofbeldi, kynþáttahyggju og kynrembu.
  6. Mér finnst dauðinn ekkert sérstaklega sorglegur.
  7. Ég græt oft af yfirborðskenndri tilfinningavellu en sjaldan af sorg, kvíða eða reiði.
  8. Ég er langrækin og úthluta engum fyrirgefningu nema syndaviðurkenning liggi fyrir en fyrirgef þeim fúslega sem iðrast í alvöru.
  9. Mér finnst ekkert niðurlægjandi við að viðurkenna að maður hafi gert mistök eða haft rangt fyrir sér, ef eitthvað er er það frelsandi.
  10. Ég hef megna andúð á snobbi, einkum snobbi gagnvart menntun og atvinnu.
  11. Ég er haldin fordómum gagnvart AA fólki.
  12. Neyslubrjálæði, sóun á nauðsynjavörum og sóðaleg umgengni um náttúruna hneykslar mig.
  13. Ég hef trúarþörf og yrki sálma en trúi þó ekki á Gvuð.
  14. Ég hef ástarþörf og yrki ástarljóð en trúi þó ekki á rómantíska ást.
  15. Ég trúi á hagkvæmnishjónabönd og myndi funkera vel í slíku.
  16. Mér finnst eitthvað hryllilega ógeðslegt við að sjá fólk setja borðhníf upp í sig eða sleikja hann.
  17. Mér finnst hinsvegar ekkert ógeðslegt að lána öðrum tannburstann minn.
  18. Ég hef mikla þörf fyrir vinsamlega snertingu og vil helst sofa í rúmi með öðrum án þess að sé neitt kynferðislegt við það.
  19. Ég tek óvæntri, kynferðislegri snertingu hinsvegar mjög illa en bráðna frekar fyrir tvíræðu augnaráði, athugasemdum og látbragði.
  20. Ég verð skotin í kornungum strákum sem kunna hvorki á hárgreiðu né klukku en ég gæti ekki hugsað mér að búa með slíku eintaki.
  21. Það sem mér finnst erfiðast við að búa með öðru fólki er draslið sem fylgir manneskjum.
  22. Ég missi fljótt virðinguna fyrir fólki sem skortir hugrekki eða kemur fram af óheilindum.
  23. Andlega sinnað fólk fer í taugarnar á mér.
  24. Ég vinn illa undir álagi og gengur best að halda mig að verki þegar ég hef nægan tíma.
  25. Ég á erfitt með að fara eftir áætlunum annarra, breyti yfirleitt alltaf einhverju, bara til að draga úr þeirri tilfinningu að einhver annar sé að stjórna mér.
  26. Ég hef oft verið frekar neikvæð gagnvart svona leikjum en um daginn þegar ég var að skoða vinalistann minn hér, áttaði ég mig á því að ég veit yfirleitt ekki rassgat um þetta fólk. Ég ákvað að vera með í þetta sinn og þeir sem ég skora á að birta sambærilega lista eru ekki meðal þeirra sem ég er í nánu sambandi við í dag, heldur frekar fólk sem vekur áhuga minn en ég veit lítið eða ekkert um.