Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks? (FB leikur)

Heildarmyndin held ég og svo málfar.

Um leið og maður sér einhvern tekur maður inn fullt af upplýsingum sem maður veltir ekki fyrir sér en gæti auðveldlega svarað ef maður væri spurður. Kynferði, aldursbil, kynþáttur. Svo er það bara mismunandi hvað er mest áberandi í fari hvers og eins. Ef einhver er 250 kg þá tek ég sennilega ekki eftir augnlit hans. Ef hann er með 15 pinna í gegnum andlitið tek ég kannski ekkert eftir því hvað hann er með sætan rass.

Yfirleitt tek ég lítið eftir fatnaði, gleraugum, augnlit, hárlit og hæð, nema eitthvað af þessu sé óvenjulegt. Ég tek hinsvegar mjög vel eftir málfarseinkennum og málsniði.

Uppáhaldsísinn? (FB leikur)

Jæja, þessi listi ætlar víst að endast mér fram á vorið. 13 er happatala svo ég hlýt að verða gífurlega heppin í kvöld. En áfram með smjörið:

Ís. já takk. Uppáhalds… Fokk. Ég fæ mér oftast annað hvort hnetutopp eða mjúkan úr vél með mokkasósu. Ef ég kaupi fjölskyldupakkningu þá er það oftast mjúkís með karamellu og pekanhnetum.

Og þú, veistu dálítið, þetta svar er ekki eins óspennandi og það lítur út fyrir að vera. Skoðaðu betur. Ef þú áttar þig færðu eina ósk uppfyllta.

Að halda kúlinu

Yfirleitt eyði ég ekki miklu púðri í að daðra. En það er ekki af því ég hafi ekki gaman af því eða sé ófær um það. Það er bara með daður eins og aðra leiki, maður vill leika við jafningja. En hitti maður á jafningja er það gaman. List. Lyst. Skemmtilegast þegar maður fær næstum því, en ekki alveg þó, staðfestingu á því að dýrið hafi áttað sig en viti ekki alveg hvar það hefur mann. Halda áfram að lesa

Þetta eru fokkans fasistar

-Löggan elti okkur. Hægði á bílnum þegar þeir nálguðust. Hringsólaði í kringum okkur. Tók smá rúnt en kom svo aftur, sami bíllinn. Rétt á eftir kom annar á móti honum, þeir stoppuðu, töluðu saman og einn benti í átt til okkar. Annar bíllinn stoppaði svo við hús vinar okkar eins og til að láta okkur vita að þeir vissu hvert við ætluðum.
Halda áfram að lesa

Þværð þú ónýtar nærbuxur áður en þú hendir þeim? (FB leikur)

Á listanum sem ég fékk var engin spurning nr 12 svo það hlýtur að merkja að ég megi ráða. Spurningin mín er þessi: Þværð þú ónýtar nærbuxur áður en þú hendir þeim?

Ég á semsagt, þótt það stríði gegn bæði skynsemi og umhverfissjónarmiðum, erfitt með að henda óhreinum nærbuxum. Ég þvæ þær fyrst, svo asnalegt sem það nú er.

Þótt ég setji myglaða ávexti og allskonar ógeð í ruslið, þá er ég haldin einhverjum undarlegum tepruskap gegn líkamlegu ógeði. Ég vef t.d. tíðabindi í pappír áður en ég hendi þeim, jafnvel þótt ég fari svo beint út með ruslið.

Uppáhalds lykt? (FB leikur)

Angan af regnvotum jarðvegi
ösp að vori.
Lyktin af nýslegnu grasi,
lyngmói í ágúst,
kaffi á hrollköldum morgni
kjötsúpa að kvöldi.
Þroskaðir ávextir,
ilmur af ungum manni.

Lykt skiptir mig máli. Þegar ég er ástfangin ræni ég óhreinum bol af viðkomandi fávita, til að sofa með þegar ég er ekki hjá honum.