Þværð þú ónýtar nærbuxur áður en þú hendir þeim? (FB leikur)

Á listanum sem ég fékk var engin spurning nr 12 svo það hlýtur að merkja að ég megi ráða. Spurningin mín er þessi: Þværð þú ónýtar nærbuxur áður en þú hendir þeim?

Ég á semsagt, þótt það stríði gegn bæði skynsemi og umhverfissjónarmiðum, erfitt með að henda óhreinum nærbuxum. Ég þvæ þær fyrst, svo asnalegt sem það nú er.

Þótt ég setji myglaða ávexti og allskonar ógeð í ruslið, þá er ég haldin einhverjum undarlegum tepruskap gegn líkamlegu ógeði. Ég vef t.d. tíðabindi í pappír áður en ég hendi þeim, jafnvel þótt ég fari svo beint út með ruslið.