Heildarmyndin held ég og svo málfar.
Um leið og maður sér einhvern tekur maður inn fullt af upplýsingum sem maður veltir ekki fyrir sér en gæti auðveldlega svarað ef maður væri spurður. Kynferði, aldursbil, kynþáttur. Svo er það bara mismunandi hvað er mest áberandi í fari hvers og eins. Ef einhver er 250 kg þá tek ég sennilega ekki eftir augnlit hans. Ef hann er með 15 pinna í gegnum andlitið tek ég kannski ekkert eftir því hvað hann er með sætan rass.
Yfirleitt tek ég lítið eftir fatnaði, gleraugum, augnlit, hárlit og hæð, nema eitthvað af þessu sé óvenjulegt. Ég tek hinsvegar mjög vel eftir málfarseinkennum og málsniði.