Ég sakna fólks sjaldan. Vinir koma og fara, ég er sátt við það. Og þeir sem virkilega skipta mig máli verða svo stór hluti af lífi mínu að það er óþarfi að sakna þeirra. Ég hélt að ég myndi sakna Drengsins sem fyllti æðar mínar af endorfíni, en ég hugsa sjaldan til hans með trega.
Ég sakna samt mannsins míns, sem ég hef enn ekki kynnst.