Mission accomplished

Kastljósið fjallar um AGS í kvöld.

Ég var búin að segja að ég gæti ekki tekið mér frí fyrr en almenningur væri búinn að fá almennilegar upplýsingar.
Þeir ætla að tala við mann sem er vel inni í málunum í kvöld og svo fremi sem það klikkar ekki, þá er ég frá og með 10 mínútum eftir að Kastljósi lýkur í kvöld, komin í pásu frá pólitík allavega fram að hádegi á fimmtudag.

Hver sem heyrir mig nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Borgarahreyfinguna fram að því, er beðinn um að troða upp í mig óhreinni borðtusku.

Öskudagur

Ég ætla að vera Jesús á Öskudaginn. Semsagt með hárið slegið, í náttslopp og inniskóm. Ég ætla ekki í vinnu enda þrífst Jesús ekki í Nornabúðinni.

Spegill

Elías: Ég held að ég viti hvað triggerar þetta karlhatur í þér.

Eva: Nú?

Elías: Ég þekki þig sennilega betur en nokkur annar og ég sé mynstur. Held ég.

Eva: Jæja, og ætlarðu að segja mér?

Elías: Kannski. Ef þú verður ekki örg yfir því að ég sé að sálgreina þig. Halda áfram að lesa

Þetta er náttúrulega bilun

Stundum sekk ég í karlfyrirlitningu sem getur enst vikum saman. Það undarlega er að þessi tímabil standa ekki í neinu sambandi við reynslu mína af tegundinni. Undanfarið hef ég t.d. ekki upplifað neitt sem getur skýrt það hversvegna mig langar beinlínis að fara illa með einhvern. Þ.e.a.s. bara einhvern. Helst einhvern ókunnugan. Ekki neinn sem ég þekki. Þetta er nefnilega ekkert persónulegt og mér líkar vel við flesta menn sem ég er í einhverjum tengslum við. Hins vegar vekur konseptið ‘karlmaður’ mér hvílíka andúð að ég hef beinlínis áhyggjur af því.

Og samt langar mig að vera hjá manni.