… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.
Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.
Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.