Leira

Ég kastaði peningi og nú er ég hér. Í einhverskonar þorpsnefnu sem heitir Leira, innst í Jörundarfirði, á vesturströnd Noregs. Sit með tölvuna mína við borð í færanlegum gámi, með brennsluklósetti, eldunar-, og svefnaðstöðu fyrir Bjart og pabba hans. Hér halda þeir til á meðan þeir vinna, annars leigja þeir íbúð í Voldu en þangað er 50 mínútna akstur. Þetta er sennilega hundsrass alheimsins, öll verslun og þjónusta er sótt til Voldu og það er ekki einusinni netsamband hérna. Halda áfram að lesa

Næstum viss

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði. Halda áfram að lesa

Hvenær særir maður mann?

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði.
-Þú hefðir ekki átt að aka þetta að nóttu til. Hversvegna lá þér svona á?
-Ég sef ekki undir stýri. Lagði mig tvisvar á leiðinni. Ég hefði kannski átt að taka lengri tíma í ferðina en ég vildi sjá þig sem fyrst. Halda áfram að lesa

Gott eða rétt?

Bjartur er á leið til Noregs um mánaðamótin og mér líkar það stórilla,
-Fjöll og sjór? Ætlarðu virkilega að skipta á svoleiðis klisjum og rauðu trjánum í Beykiskógi og gulum ökrum? Ætlaðu að flytja til dýrasta lands í heimi til að vinna fyrir skítalaunum þegar þú býrð nú þegar þar sem bjórinn drýpur af hverju strái? Og svona að fjöllum og háu verðlagi undanskildu, hvað í rassgati færðu þá í Noregi sem þú getur ekki fengið hér? sagði ég gremjulega. Halda áfram að lesa