Miðaldurskrísa

-Fårikål, hvað mér finnst ergilegt að hafa svona óreglulegar blæðingar, segi ég.
Já? Ertu kannski komin á breytingaskeiðið? svarar Bjartur kindarlega.
-Varla. Nema ég hafi verið á breytingaskeiðinu frá því að ég hætti á pillunni. Þá var ég 17 ára svo það er nú ekki líklegt. Halda áfram að lesa

Fårikål

Fårikål (eða kind í kįli) er hefðbundinn norskur réttur og á haustin koma vinnufélagar og klúbbar saman og borða þennan rétt og skemmta sér, þetta er víst ekki ólíkt íslensku þorrablóti og meðalaldur gesta 78 ár alveg eins og á Íslandi. Við sóttum slíka samkomu í gær, á vegum þrælaleigunnar sem starfrækir tilvonandi manninn minn og tengdaföður. Halda áfram að lesa

Þetta verður allt í lagi

Eva: Mig langar ekkert að búa í þessu landi!
Birta: Það er ekkert að þessu landi.
Eva: Ekkert að því? Það er 20. október og allt á kafi í snjó.
Birta: Jamm, og það er náttúrulega enginn snjór í Danmörku? Ef ég man rétt þá var allt á kafi þar í 6 mánuði samfleytt, síðasta vetur. Halda áfram að lesa

Flyt hingað líklega bráðum

Það er gott að eiga handlaginn mann. Ég er að vísu ekki til í að láta Bjart gera við tennurnar í mér en um daginn smíðaði hann tvíbreitt rúm úr afgangstimbri sem hann fékk að hirða í vinnunni. Það ískrar ekki í því og það stenst öll álagspróf. Rúmið mitt í Bovrup er mjótt og botninn í því svignar við 100 kg álag svo að því leyti er þægilegra fyrir okkur að vera í Voldu en Bovrup en fyrir utan það og náttúruna hér í kring, myndi ég frekar kjósa að búa nálægt Farmville. Halda áfram að lesa