And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa

Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Böl og kvöl að finna viðeigandi endi

Það versta við sápuóperur er að þær hafa alderi neinn rökréttan endi. Sápuóperan mín Böl og kvöl í Byljabæ er að verða hæf til uppsetningar. Ég byrjaði á henni í djóki en sá fljótt að hún gæti orðið virklega góð svo ég tímdi ekki að setja hana á vefinn (frumuppköstin að fyrstu þáttunum eru að vísu ennþá á reykvísku sápunni). Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Ekki eitt verkefni

Birta: Ekki eitt verkefni inn á borð síðustu tvær vikur. Heitir það ekki atvinnuleysi?
Eva: Ég er ekki þessi týpa sem gengur atvinnulaus.
Birta: Við erum nú samt atvinnulausar góða mín.
Eva: Það hljóta að koma verkefni.
Birta: Það veit ég ekkert um en hitt veit ég að það koma jól.
Eva: Þetta reddast.
Birta: Hvernig?
Eva: Ég veit það ekki ennþá. Halda áfram að lesa

Veit ekki alveg hvert stefnir

Eva: Úff, fjandinn sjálfur, hvað á ég eiginlega að elda?
Birta: Lasanja auðvitað.
Eva: Af hverju er það svona auðvitað?
Birta: Það er gott, einfalt, getur ekki mistekist, þarf ekki að standa yfir því.
Eva: Já en er það ekki að verða dálítið klisjukennt? Ég meina við eldum alltaf lasanja þegar einhver kemur í mat í fyrsta sinn.
Birta: Hann veit það ekki.
Eva: Nei en samt… Halda áfram að lesa