Troddu hausnum í þar til gert gat,
helst það þrengsta sem þú finnur
dragðu andann djúpt
og syngdu svo
um allt sem brennur þér í iðrum
og vittu til
að lokum mun rödd þín hljóma.Há og hvell
mun hún
hljóma.
Kasta hjarta þínu
veggja á milli
í iðrum ruslageyslunnar.
Greinasafn fyrir merki: 2 Bláþræðir fávísinnar
Ljóð handa skúringakonum
Heit var ég
og freyðandi
en hjaðnaði
þegar hann sökk
í ilmmjúkan kúfinn
og drakk í sig eðli mitt.
Eftir á köld.
Flöt.
Gólfið hreint
en sjálf er ég daungrátt skólp
og klúturinn undinn.