Við lúguna

Troddu hausnum í þar til gert gat,
helst það þrengsta sem þú finnur
dragðu andann djúpt
og syngdu svo
um allt sem brennur þér í iðrum
og vittu til
að lokum mun rödd þín hljóma.Há og hvell
mun hún
hljóma.
Kasta hjarta þínu
veggja á milli
í iðrum  ruslageyslunnar.