Ryk

Rykið hefur gert sér hreiður undir rúmi mínu,
gotið ljósgráum rykhnoðrum
sem fjölga sér stöðugt.

Stundum skríður það undir sængina
í leit að æti.
Kitlar nasirnar
Ertir hálsinn.
Dregur úr koki mér
máða vini,
ósögð ástarorð,
hálfköruð ljóð
og fóðrar unga sína.

Af og til
sæki ég kúst
og sópa rykhreiðrinu undan rúminu.

Í þetta sinn
hef ég sópað því undir mottu.