Ég þýddi þennan texta fyrir Begga bróður minn. Síðasta erindið er til í tveimur útgáfum, poison arms og broken arms. Mér finnst poison gefa ljóðinu merkingarauka sem ég reyni að undirstrika í þýðingunni. Lesendur geta svo skemmt sér við að giska á hvaða karlmannsnafn ég hefði notað í stað Angeles ef ég hefði þýtt textann fyrir sjálfa mig.
Vargurinn er kominn til að vitja um nýja bráð
á hundrað dala seðilinn með svörtu er nafn þitt skráð.
Þitt glópalán gegn fagmennsku, á flótta er þér náð.
Sól minna augna, Elena.
Skuldir þína fyrnast ekki og frestur dugar skammt.
Leggur undir aleiguna og öllu tapar samt.
Það er lögmál bransans, bráðum verður þér tamt
illskunni að þjóna, Elena.
Þinn hugur fer á flug.
Ég flýg ekki með þér, Elena.
Ég get veitt þér alsælu á ótal vegu, fljótt
Innstu hjartans óskir geta ræst á einni nótt.
Og í heljargreipum mínum, sofnarðu rótt.
Enginn blekkir okkur, Elena.