Rún dagsins er Kaun

Kaun er rún erfiðleika og sársauka. Í galdri er hún notuð til hefndar en eins og títt er um forneskju er hætt við að það bitni verst á norninni sjálfri og því mælt með að leita frekar annarra ráða til að jafna metin, sé þess þörf.

Í rúnalestri tákar Kaun að spyrjandinn geti búist við erfiðleikaskeiði þar sem reynir á þolgæði hans og vilja til að takast á við sjálfan sig. Kaun er tákn fæðingarhríða svo mundu að þótt sársaukinn geti virst óbærilegur verður engin fæðing án hríða. Heilmikill sköpunarkraftur er falinn í rúninni fyrir þann sem lærir af reynslunni.