Gjöf er mesta gæfurúnin í norræna rúnarófinu. Í galdri er húr notuð til að kalla fram gæfu í hverskyns aðstæðum og sér í lagi í samskiptum. Gjöf er rún ástar, vináttu og þakklætis og alltaf er óhætt að nota hana í galdri því útilokað er að gera neitt illt með því hugarfari sem hún táknar.
Í rúnalestri táknar Gjöf að spyrjandinn á von á góðu. Hún getur falið í sér vísbendingu um að það sé spyrjandanum til mikillar gæfu að sýna örlæti og vinarhug. Þakklæti er einnig tengt rúninni. Í víkingasamfélaginu táknaði það gagnkvæma hollustu að færa einhverjum gjöf og er Gjöf einnig tákn giftingar og góðra viðskipta.