Rún dagsins er Reið

Reið er rún ferðalaga og ævintýra. Í galdri er hún notuð til að finna ný og spennandi tækifæri og efla hugarflug og sköpunargleði. Eins er hún notuð til verndar í óvæntum og ískyggilegum aðstæðum. Reið er engin stöðugleikarún og varfærni er þörf við notkun hennar.

Í rúnalestri táknar Reið að spennandi tímar séu framundan. Allt getur gerst, svo það hvernig til tekst og hvaða þætti þarf að varast er komið undir því hvaða rúnir koma upp með henni. Reið gefur engin fyrirheit um að ferðalagið verði auðvelt en víst er að spyrjandanum mun ekki leiðast á þeirri ferð.