Prrhmprr

Gjörsamlega snarklikkaðir dagar framundan. Ég VERÐ að fá meira pláss.

Ég er ekki vön því að jóla neitt að ráði fyrr en upp úr 18. desember en mér skilst að það sé siðferðileg skylda búðarkvendis að vera í jólaskapi frá 1. nóvember hið síðasta. Ég er hrædd um að Nornabúðin verði fremur athvarf hinna jólafælnu þetta árið a.m.k. því Alexander gefur sig ekki út fyrir að vera sérstakt jólabarn fremur en ég sjálf. Hugmyndaflug okkar hefur satt að segja beinst að flestu öðru en skreytingum sem örva jólaeyðlubrjálsemi landans.

Hexía sagði einhverntíma á vefbókinni sinni sálugu og syrgðu að hún hefði jólað hjá sér með því að strá glimmeri á leðurblökurnar. Ég á reyndar engar leðurblökur en hinsvegar mætti kannski jóla búðina upp með því að setja glimmer á krákuvængina eða hengja rauðar kúlur neðan í hrafnsklærnar. Eða músastiga á milli þeirra.

Sætt.