Pervasjón

Strýkur gullnum lokk
við stælta vöðva malbiksstráksins,
sleikir vetrarhrím af hörundi hans
allt niður að buxnastrengnum.

Andar undir stuttkjól stelpu
sem gengur hjá.

Andartak mætast augu þeirra;
blístur og bros,
í þeirri óbifanlegu trú
að pervafuglinn
búi í hormónahreiðri bak við augun.