leytast eftir kinlýfi

Í dag er það orðatiltækið að leita eftir eða að leitast eftir sem ég ætla að nöldra yfir.

Við leitum að hlutum eða sækjumst eftir þeim og leitumst við að finna bestu lausnina.

Ennþá hroðalegri útgáfa af þessu klúðri er algeng á vefnum einkamal.is. Þar er nokkuð um að giftir mennn og graðir, sætir og saklausir eða feitir og forvitnir séu að leytast eftir kinlýfi. (Gjarnan með börnum ef eitthvað er að marka Kompás.)