Í merkri bók er sagt að sönnum þyki
það sælla vera að gefa en að þiggja
en allar mínar sögur ennþá liggja
oní skúffu í haug og safna ryki.
Á meðan ég hef skúrað, skeint og þvegið,
skemmti ég mér við að binda í kvæði
líf mitt; sælu, sorgir ást og bræði
og síðan hefur það í möppum legið.
Ung ég þóttist undragáfu hafa
og áleit það sem telpukrakki dreyminn
að ættu ljóð mín erindi við heiminn
en eitthvað þóttist heimurinn í vafa;
það virtist enginn af þeim ýkja hrifinn
og hentug reyndist skúffan fyrir skrifin.