Orðjurt og auga

Við ljósamörk skáldkvöldsins skelfur eitt ljóð
sem skothending nátttíðar deyðir
mót auganu orðkrónu breiðir
sem óðjurt mót heiðsólarglóð.

En náttmáni skín bak við skýslæðutröf
við skuggamörk þokunnar sefur
og ljóðaugað líklæðum vefur
sem lifi við kveðstafa gröf.

Ljóstillífsljóð
lifir sem sáðjarðar gróður
fagnar við augnsólar yl
orðjurtin góð.