Kona sem kennir sig við feminisma lét þau orð falla á umræðukerfi Smugunnar í gær að sú athygli sem ég fengi væri „dulbúið hamslaust kvenhatur samfélags sem þolir ekki að horfast í augu við sig sjálft.“
Nú hefur forsætisráðherra rætt aukið samstarf á sviði jafnréttismála við forsætisráðherra Kína. Ég reikna fastlega með að hugmyndin sé sú að við kvenhatarar, lærum eitthvað um jafnréttismál af Kínverjum. Því varla ætlar þjóð sem sjálf kúgar konur svona ofboðslega að fara að kenna öðrum?