Hagyrðing á Bessastaði

hagyrðingurJósep Guttormsson hagyrðingur frá Syðra Fjallskarði Eystra hefur ákveðið að gefa kost á sér til forsetakjörs.

Þegar Pistillinn kom að máli við Jósep og spurði hvaða eiginleika hann hefði til brunns að bera sem helst myndu gagnast honum í embætti forseta, kvað Jósep það helstan mannkost sinn að vera ekki Ólafur Ragnar.

 

 

Þegar formann þjóðin kýs
þá skal Jósep velja
því hann er enginn Óli Grís
og ekki ólétt kona.