Hver er tilgangur laganna?

brokarlaus

Hvað leituðu margir til Eflingar á síðasta ári vegna starfa sinna hjá ríki og sveitarfélögum? Hvað leituðu margir útlendingar til Alþjóðahúss á síðasta ári vegna gruns eða fullvissu um að væri verið að brjóta á þeim á einhvern hátt?

Hversu margir þessara fjörutíu og fjögurra hefðu leitað til stéttarfélags fremur en Stígamóta ef slíkt stéttarfélag væri til? Hversu margt fólk sem er virkt í kynlífsþjónustu í dag, var haft með í ráðum við gerð þessa lagafrumvarps? Hversu margir sem hafa jákvæða reynslu af þessum bransa, eiga sér ekki sögu um fíkniefnaneyslu og hafa ekki verið undir ægivaldi ofbeldismanns eða kúgara, voru spurðir álitis?

Þegar gilda í landinu lög sem banna það að fólk sé ‘gert út’ til kynlífsþjónustu, svipt frelsi sínu eða þvingað til kynferðislegra athafna. Lagafrumvarpið þjónar því augljóslega einhverjum öðrum tilgangi en þeim að hindra mansal og koma höndum yfir ofbeldismenn. Hvaða tilgangi þjónar það?

mbl.is Ísland ríður á vaðið

One thought on “Hver er tilgangur laganna?

  1. —————————————

    Þetta snýst bara um að banna hluti sem ákveðinn hópur fólks finnast ógeðslegir, plain and simple, og þeir hylja þetta undir nafninu jafnrétti/kvennréttindi.

    Og vó, erum við loksins sammála um eitthvað?!

    MacGyver, 19.3.2009 kl. 12:02
    identicon

    Takk fyrir þetta. Mjög athyglisverðir punktar sem ég hafði ekki velt fyrir mér. Vonandi vaknar vitræn umræða um þetta …

    Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:12
    identicon

    Þetta snýst um að vilja setja bönd á siðferði fólks.

    Og að framfylgja illa ígrunduðum og alls ósönnuðum kynjafræðiteóríum.

    Jesús Kristur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:29
    identicon

    Fyrir mér er vændiskona táknmynd valds kvenna yfir körlum….ekki öfugt.

    Það er nefnilega þannig að á kynlífssviðinu þá hafið þið konurnar völdin. Það er bara þannig…you know I’m right.

    Ég vil ítreka að þarna er ég að tala um vændiskonu en ekki kynlífsþræl (fórnarlamb mansals). Ólíkir hlutir.

    Jesús Kristur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:32
    Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Þetta er PR múv.

    Ásgrímur Hartmannsson, 21.3.2009 kl. 14:22
    identicon

    Það er mjög þarft að ræða þessi mál án upphrópana og órökstuddra staðhæfinga.

    Við fyrstu sýn virðist þetta ágæt og siðferðislega rétt hugmynd að banna nektardans og vændi en það verður að hafa það fólk sem hefur lifibrauð sitt af kynlífsiðnaði í ráðum. Það hefur ekki verið gert í Svíþjóð og það var ekki gert í Noregi þegar svipuð (reyndar strangari því Norðmönnum er líka banna að kaupa kynlífsþjónustu í útlöndum) lög voru sett þar í fyrra. Finnar eru með mun betri útgáfu því þeir banna aðeins kaup á kynlífsþjónustu ef viðkomandi er fórnarlamb mansals.

    Nú eru 10 síðan Svíar settu sín lög og það er einmitt verið að skoða hvernig þessi lög virka í raun og veru. Því miður var gefið fyrirfram álit um útkomu þessar rannsóknar því það er gengið út frá því að lögin verði áfram, svolítið skrýtið… Það er reiknað með því að þeirri vinnu ljúki á næsta ári og það væri auðvitað lang gáfulegast að bíða með allar ákvarðanir varðandi lagasetningar í þessu efni þar til niðurstaða fæst úr þessari sænsku rannsókn. Það liggur varla svo mikið á, sérstaklega þar sem af nógu öðru er að taka fyrir stjórnvöld í ástandinu eins og það er í dag.

    Það virðist hins vegar að hér séu ákveðnir hópar að þröngva fram sínum hugðarefnum úr einhverri pólitískri rétthugsun sem mögulega kemur verst niður á þeim sem í raun á að hlífa. Þá er betur heima setið…

    Víðir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:37
    Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

    Eva Hauksdóttir; Fyrr átti ég von á dauða mínum en að við gætum orðið sammála, þú og ég.

    En svona er það nú samt. Batnandi fólki………………

    Kveðja, Björn bóndi

    NB. Þú ert stríðsmaður mikill.

    Sigurbjörn Friðriksson, 24.3.2009 kl. 02:18

Lokað er á athugasemdir.