Í dag fórum við í sund og strákagerpin reyndu að draga sundbolina af okkur. Brjóstin á Siggu fóru alveg upp úr og hún var alveg brjáluð. Villi í mínum bekk kaffærði mig og ég varð mjög hrædd. Ég er ekki hrædd við að deyja en ég er samt hrædd við að drukkna. Og svo var ég öskureið af því að það sást alveg að ég var hrædd og mér fannst það ekki gaman. Ég henti fötunum strákanna í sundlaugina og svo hlupum við allar upp í skóla. Ég flúði inn á herbergi til Sillu og Siggu en strákarnir sóttu mig og báru mig fram á gang og rennbleyttu mig. Þetta var samt gaman. Allur gangurinn er rennandi blautur núna en við reyndum samt að þurrka það mesta upp. Ég verð eiginlega að læra að synda. Annars verð ég annað hvort drepin eða klædd úr næst þegar ég fer í sund.