Kennararnir eru líka allt í lagi held ég. Nema stærðfræðikennarinn. Hann er geðveikur í skapinu og er alltaf að hóta að höggva af okkur hausinn. Ég held ekki að hann geri það en ég er samt skíthrædd við hann.
(1. Silla og Rósa höfðu verið með mér í skóla áður svo við vorum 3 sem vorum að koma nýjar inn.
2. Rúnar hafði einnig verið með mér í bekk, bráðmyndarlegur strákur en ekkert í líkingu við þá draumóra sem ég hafði haft um væntanlega bekkjarfélaga í stóra skólanum.)