Dagbók frá 7. bekk 3

Strákarnir í 7. eru ágætir held ég. Nema Eyvindur. Hann kallar mig alltaf Mjólkurbú Flóamanna. Ég þoli hann ekki. Þeir eru samt ekkert eins myndarlegir og ég hélt. Ég held svei mér þá að Rúnar (2) sé skástur. Það eru líka allar stelpurnar hrifnar af honum. En það er allt í lagi þótt þeir séu ekki sætir því sætir strákar hafa hvort sem er ekki áhuga á ljótum stelpum. Diddi Dóri er algert gerpi og alltaf að skjóta einhverju á mig. Svo segir hann 500 brandara á dag en enginn þeirra er fyndinn. Hann er samt svolítið sætur en ég er samt ekki hrifin af honum en samt er hann stundum ágætur og ekkert heimskur.