Allt að gerast

Allar aktivistahreyfingar ættu að eiga a.m.k. eina ömmu. Okkar amma fann lausn á þessu með blóðið. Allt er að skríða saman og svo er líka nýtt tungl. Ég hef nú svosem ekkert auglýst þetta en vona að mínir dyggustu lesendur mæti og taki þátt í galdrinum því það þarf mikinn ofsa til að vinna á stóriðjuþursinum.

Og nei, þetta er ekki grín.

Vantar blóð

Mig sárvantar svosem eins og hálfpott af hrossablóði en Sláturhúsið á Hellu getur ekki reddað mér í tíma. Ef einhver skyldi liggja á, þótt ekki væri nema desilítra, þá endilega hafið samband. Það má alveg kosta smá pening. Halda áfram að lesa

Má ekki gera upp á milli

Pegasus: Ég reyni að sinna þeim báðum jafn mikið. Ég er hræddur um að ef ég sýni öðru meiri athygli, verði hitt afbrýðisamt.

Hann var ekki að tala um börnin sín, heldur brjóstin á mér.

Áttu stígvél?

Nú er ég endanlega hætt að botna í Svandísi.

Hurru annars, býr nokkur svo vel að geta lánað mér hvít frystihúsastígvél nr 38 eða stærri eina kvöldstund?

 

Óðinn, Kristur, Satan og Belsebub

Ákalla þá alla saman og jólasveininn líka.

Ég vona að eitthvað mikið fari úrskeiðis og að Landsvirkjun fari á hausinn. Ég ætla að fremja opinbera galdraathöfn á Austurvelli næsta föstudagskvöld til að svo megi verða.

 

Ást

Við Anna sáum Ást í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Það var gaman. Ég var sátt við leikinn, fannst leikmyndin æðisleg og verkið er skemmtilegt. Það er einhver Hugleikskeimur af því (Hugleiks leikfélagsins en ekki Dagssonar) sem gæti nú svosem skýrst af aldri höfunda, og ég fullyrði að fáum í salnum leiddist.

Reyndar þarf lítið til að gleðja mig í leikhúsi og ég býst við að harðari gagnrýnendur en ég gætu fundið stórkostlega galla á þessari uppfærslu. Ég hef heyrt fegurri söng og myndi ekki borga mig inn tvisvar en sýningin er alveg föstudagskvöldstundar virði.